Gæðakerfi verkefnastýringar

Okkur hjá Lóðaþjónustunni er mikilvægt að tryggja ánægju viðskiptavina okkar og að þeir upplifi að við vinnum okkar verk af heilindum og trausti. Til að tryggja gæði er gagnkvæmur skilningur á umfangi, gegnsæi og rekjanleiki í skráningum einna mikilvægasti þátturinn í ánægjulegu samstarfi.

Þessu náum við fram með því að tryggja stöðluð vinnubrögð sem fela í sér:

  • Grunnupplýsingar, umfang og skorður eru skráðar í stofnskjal.
  • Verkstjóri er valinn og einnig staðgengill til að tryggja framgang verks ef eitthvað kemur upp á.
  • Öll stærri verk eru áhættumetin til að tryggja viðeigandi búnað og öryggi starfsfólks á vinnusvæði.
  • Stöðufundir eru haldnir á hverjum morgni með verkstjórum sem tryggir samvinnu í lausn á vandamálum sem komið geta upp
  • Öll skjöl eru vistuð á miðlægu aðgangstýrðu svæði sem tryggir rekjanleika á uppfærslum og sameiginlega sýn þeirra sem koma að verkefninu innan fyrirtækisins.
  • Dags-, aukaverka-, tjóna- og atvikaskýrslur eru skráðar á hverjum degi með rafrænum hætti. Þær berast til viðeigandi aðila og eru vistaðar sjálfkrafa í skjalakerfi um leið og þær eru sendar.
  • Verkkaupi fær afhentar dagsskýrlur með reglubundnum hætti, óski hann þess, og getur því alltaf verið verið upplýstur um framgang verkefnis.
  • Allar breytingar og möguleg aukaverk eru kynnt fyrir verkaupa og hann beðinn að staðfesta áður en verkið er unnið.
  • Verkkaupi fær reglulega samantekt á framvindu til yfirferðar áður en reikningar eru útbúnir af fjármálastjóra og sama gildir um samantekt aukaverka.
  • Við eftirlit með gæðum verksins er reglulega farið yfir lokna áfanga með verkkaupa til að tryggja að unnið hafi verið eftir hans kröfum. Þegar verk er talið lokið fer fram úttekt með verkkaupa á gæðum og hvort allt standist sem óskað var eftir. Í framhaldi eru gerð upp lokaframvinda og möguleg aukaverk.