Hvað gerum við?

Sérhæfing okkar er jarðvinna og yfirborðsfrágangur fyrir ríki, sveitarfélög og byggingaverktaka.

Lóðaþjónustan ehf.

Um okkur

Lóðaþjónustan ehf. er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnu og yfirborðsfrágangi. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í rekstri síðan 1988 og hjá okkur starfa á bilinu frá 30-70 starfsmenn, þar sem mesti fjöldin er yfir sumartímann.

Við fögnum stolt fjölbreytileika starfsfólks og hjá okkur hefur unnið og starfar nú fjöldi fólks af mismunandi þjóðernum, kynþáttum, kynhneigð og með ólíkan menningarlegan bakgrunn.

Aðeins um gæðakerfi Lóðaþjónustunnar

Aðeins um jafnlaunavottun Lóðaþjónustunnar

Stjórnendur og skrifstofa

Helga Jónasardóttir

Eigandi / Yfirstjórnandi / Verkefnastýring
Skrifstofa / Vinnusvæði
Sími: 895-9529
Hefur starfað að fullu hjá Lóðaþjónustunni frá árinu 2016. Hún er menntuð í lyfjatækni frá Heilbrigðisskólanum FB í Ármúla. Helstu hlutverk innan fyritækisins eru meðal annars tilboðsgerð, verkefnastýring, öryggismál, innkaup, ráðningar, samningar við birgja og undirverktaka auk almenns rekstur Lóðaþjónustunnar.

Unnar Karl Halldórsson

Eigandi / Yfirstjórnandi / Verkefnastýring
Skrifstofa, Verkstaðir
Sími: 897-9269
Hefur starfað og verið í rekstri Lóðaþjónustunnar frá 1988. Hann er með réttindi til merkinga vinnusvæða frá Opna Háskólanum, hefur lokið jarðlagnanámskeiði OR og auk þess lokið námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í verkáætlunum, hönnunar og verktakasamningum. Helstu hlutverk innan fyritækisins eru meðal annars tilboðsgerð, verkefnastýring, öryggismál, innkaup, ráðningar, samningar við birgja og undirverktaka auk almenns rekstur Lóðaþjónustunnar ehf.

Jón Kjerúlf

Fjármálastjóri
Skrifstofa
Sími: 568-0250
Hefur starfað fyrir Lóðaþjónustuna frá árinu 2019. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og hefur áður unnið sem fjármálastjóri hjá fjölda fyrirtækja. Hans helstu hlutverk hjá fyrirtækinu eru meðal annars almenn ábyrgð á fjármálum, gerð reikninga, gerð ársskýrslu, ráðningasamningar og daglegur rekstur Lóðaþjónustunnar ehf.

Þóra Björg Róbertsdóttir

Bókari
Skrifstofa
Sími: 568-0250
Hefur starfað fyrir Lóðaþjónustuna frá árinu 2018. Hennar helstu verkefni hjá fyrirtækinu eru launagreiðslur, afstemmingar og almennt bókhald.

Hrólfur Árni Borgarsson

Verkstæðisstjóri / Bílstjóri
Verkstæði / Lager
Sími: 896-1172
Hefur starfað fyrir Lóðaþjónustuna frá árinu 2016. Hans helstu verkefni eru yfirumsjón með viðhaldi og viðgerðum á vélum, verkfærum og tækjum. Sér um innkaup til daglegs reksturs á verkstæði og lager, auk umsjón með samningum við birgja.

Haraldur Björnsson

Yfirverkstjóri
Vinnusvæði
Sími: 896-7211
Hefur starfað fyrir Lóðaþjónustuna frá árinu 2008. Hann er menntaður húsasmiður, með vinnuvélaréttindi, réttindi til merkinga vinnusvæða frá Opna Háskólanum og hefur setið jarðlagnanámskeið OR. Hans helstu hlutverk eru dagleg stjórn á vinnusvæði, samskipti við tengiliði verkkaupa og eftirlitsmenn á verkstað, umsjón með verkamönnum, undiverktökum, móttaka efnis, öryggiseftirlit og skráning dags-, aukaverka- og atvikaskýrslna.

Konráð Andrésson

Yfirverkstjóri
Vinnusvæði
Sími: 611-8111
Hefur starfað fyrir Lóðaþjónustuna frá árinu 2016. Hann er menntaður viðskiptafræðingur með áherslu á mannauðsstjórnun, með vinnuvélaréttindi og áralanga reynslu sem verkstjóri. Hans helstu hlutverk eru dagleg stjórn á vinnusvæði, samskipti við tengiliði verkkaupa og eftirlitsmenn á verkstað, umsjón með verkamönnum, undiverktökum, móttaka efnis, öryggiseftirlit og skráning dags-, aukaverka- og atvikaskýrslna.

Ólafur Freyr Birkisson

Starfsmannastjóri
Sími: 662-2535
B.A. í lögfræði frá Háskóla Íslands og í söng frá Listaháskóla Íslands. Áður sölumaður hjá Borgum fasteignasölu og Elko.

    Færslur

    Nýr vefur Lóðaþjónustunnar!!

    Heimasíðan okkar hefur nú fengið andlitsupplyftingu. Hér má finna helstu upplýsingar um fyrirtækið og stjórnendur. Einnig er nú hægt að fylla út rafræna starfsumsókn og margt fleira. Við stefnum svo að því á næstunni að birta reglulega helstu fréttir af okkur hér.